Stjórn ÍKSA furðar sig á „órökstuddum ásökunum“ Huldu Rósar um spillingu Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 22:25 Edduverðlaunahátíðin fer fram í Austurbæ næstkomandi föstudag, 22. febrúar. Eddan Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) segist furða sig á ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur kvikmyndagerðarkonu um spillingu í störfum akademíunnar og segir þær órökstuddar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÍKSA sem send var á fjölmiðla í kvöld. ÍKSA stendur fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á ári hverju. Málið má rekja til þess að Hulda Rós krafðist fyrr í vikunni skýringa á ástæðum þess að 690 Vopnafjörður, sem tilnefnd var til Eddunnar í flokki heimildarmynda af valnefnd, hafi verið fjarlægð þegar tilnefningar til verðlaunanna hafi verið gerðar opinberar. Í pósti frá ÍKSA er einnig að finna yfirlýsingu frá Hlín Jóhannesdóttur, formanni ÍKSA, þar sem segir að sú breyting hafi orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður falli út og í hennar stað sé tilnefnd myndin Litla Moskva. „Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar upphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim. Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit,“ segir í yfirlýsingunni frá Hlín. Að neðan má sjá yfirlýsingarnar frá formanni ÍKSA annars vegar og stjórn hins vegar í heild sinni:Yfirlýsing frá formanni stjórnar ÍKSA vegna heimildamyndarinnar 690 VopnafjörðurSú breyting hefur orðið á áður kynntum tilnefningum til Eddunnar 2019 í flokki heimildamynda, að tilnefning myndarinnar 690 Vopnafjörður fellur út og í hennar stað er tilnefnd myndin Litla Moskva.Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar áttar sig á alvarleika málsins og harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar uphaflega var tilkynnt um tilnefningar og biður aðstandendur heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður innilega afsökunar á þeim.Umrædd mistök má rekja til þess að formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar veitti 690 Vopnafjörður undanþágu til umsóknar um Edduverðlaun 2019 án þess að hafa heimild stjórnar fyrir því og byggði sú undanþága á ófullnægjandi upplýsingaleit. Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillinguStjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaðurStefanía Thors, FK, ritariHelga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandiFahad Jabali, FK, meðstjórnandiLaufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandiSilja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandiAnton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi
Bíó og sjónvarp Eddan Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira