Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 19:45 Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði. Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent