Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 12:04 Guðmundur Andri og Birgir voru gestir á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
„Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira