Þetta er í annað skiptið sem Guðlaugur Þór og Pompeo hittast en í janúar síðastliðnum áttu þeir fund í Washington þar sem sömu mál voru til umræðu.

Ísland tekur brátt við formennsku í Norðurskautsráðinu og má ætla að það hafi verið til umræðu hjá Guðlaugi Þór og Pompeo en fundur þeirra stóð yfir í um klukkustund.
Pompeo heldur af landi brott síðdegis í dag en áður mun hann kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.