Að minnsta kosti 100 þúsund börn deyja árlega vegna stríðsátaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 08:06 Ung stúlka sést hér í flóttamannabúðum í Afganistan fyrr í mánuðinum. vísir/epa Ný skýrsla Barnaheilla – Save the Children um börn og áhrif stríðsátaka á þau kom út á miðnætti. Í henni kemur fram að samtökin telji að að minnsta kosti 100 þúsund börn deyi árlega vegna stríðsátaka í heiminum þar sem áætlað er að 550 þúsund börn hið minnsta hafi látið lífið vegna stríðsátaka í á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt skilgreiningu Barnaheilla. „Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum,“ segir í tilkynningu Barnaheilla á Íslandi vegna skýrslunnar. Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International, segir að skýrslan að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valdi börnum enn meiri þjáningum. „Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði. Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borarar skulu aldrei vera skotmörk. Greining okkar sýnir svo ekki verður um villst að ástandið er að versna hvað snertir börn og að alþjóðasamfélagið leyfir þessum harmleik að eiga sér stað. Á hverjum degi verða börn fyrir árásum vegna þess að vopnaðar sveitir og herir virða ekki alþjóðalög og -samninga. Aðferðir eins og notkun efnavopna og nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði og stríðsglæpir framdir án refsinga,“ segir Thorning-Schmidt. Börn og uppeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Ný skýrsla Barnaheilla – Save the Children um börn og áhrif stríðsátaka á þau kom út á miðnætti. Í henni kemur fram að samtökin telji að að minnsta kosti 100 þúsund börn deyi árlega vegna stríðsátaka í heiminum þar sem áætlað er að 550 þúsund börn hið minnsta hafi látið lífið vegna stríðsátaka í á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt skilgreiningu Barnaheilla. „Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum,“ segir í tilkynningu Barnaheilla á Íslandi vegna skýrslunnar. Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International, segir að skýrslan að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valdi börnum enn meiri þjáningum. „Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði. Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borarar skulu aldrei vera skotmörk. Greining okkar sýnir svo ekki verður um villst að ástandið er að versna hvað snertir börn og að alþjóðasamfélagið leyfir þessum harmleik að eiga sér stað. Á hverjum degi verða börn fyrir árásum vegna þess að vopnaðar sveitir og herir virða ekki alþjóðalög og -samninga. Aðferðir eins og notkun efnavopna og nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði og stríðsglæpir framdir án refsinga,“ segir Thorning-Schmidt.
Börn og uppeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira