Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. febrúar 2019 11:54 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. Sigurður Ingi segir þó ekki tilefni til að endurskoða reglur er varða skoðun bílaleigubíla sem ekki þurfa að fara í skoðun fyrstu fjögur árin. Greint var frá því í Kveiki á þriðjudaginn að Procar hefði átt við mikinn fjölda bíla, á annað hundrað að sögn bílaleigunnar, undanfarin ár. Kílómetrastaða bíla hefði verið skrúfuð niður allt að hundrað þúsund kílómetra fyrir sölu. Eigendurnir Gunnar Björn Gunnarsson og Haraldur Sveinn Gunnarsson hafa engin viðtöl veitt vegna málsins. Lögmaður sendi fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir þeirra hönd þar sem kom meðal annars fram að óháður aðili yrði fenginn til að meta bætur fyrir þá sem keyptu bíla sem átt hafði verið við. „Ef menn brjóta lög þá er það óafsakanlegt. Þegar menn blekkja fólk þá er það óafsakanlegt og þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Öll slík umræða hún skaðar. Bæði ferðaþjónustuna og starfsgreinina. Mér finnst ferðaþjónustan hafa tekið býsna vel á þessu máli einn, tveir og þrír. Við sem berum ábyrgð á eftirliti hingað og þangað í stjórnkerfinu þurfum þá líka að skoða hvort það sé með nægjanlegum hætti. En það er aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög ef það er þeirra ásetningur,“ segir Sigurður Ingi. Til skoðunar hafi verið hvort breyta eigi reglunum hvað varðar fyrstu fjögur árin í líftíma bílaleigubíla, þ.e. að þeir sleppi við skoðun. Bílarnir eru mikið eknir enda á flakki um landið stærstan hluta hvers sumars. „Það er kannski ekki komin niðurstaða í það enn. Það er að mörgu þar að hyggja. Lykilatriðið er að ef það eru einhvers staðar vísbendingar um að bílunum sé ekið með þeim hætti að það þurfi aukið eftirlit til að tryggja öryggi munum við fara þangað. Ef vísbendingar um slíkt eru ekki þá er þetta auðvitað fjárhagslega íþyngjandi fyrir kerfið og bílarnir verða þar af leiðandi dýrari. Það er að mörgu að hyggja.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17