Engar upptökur og engin vitni að umtalaðri líkamsárás í Vestmannaeyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2019 16:17 Karlmaðurinn játar að hafa slegið konuna einu sinni fyrir utan Lundann í Vestmannaeyjum. Hann neitar sök í mun alvarlegri ákærulið. Óskar P. Friðriksson Kona sem varð fyrir líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2016 fær ekki að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. 24 ára karlmaður játaði við þingfestingu málsins í september annan ákæruliðinn. Í honum er honum gefið að sök að hafa slegið konuna einu höggi í andlit svo hún féll við fyrir framan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Hann neitar sök í hinum ákæruliðnum sem er öllu alvarlegri. Þar segir að karlmaðurinn hafi skömmu eftir fyrri líkamsárásina veist aftur að konunni en nú með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk, klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Konan birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mátti þar sjá mikla áverka í andliti en í ákæru segir að hún hafi hlotið brot í gólfi hægri augntóftar, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti fimm spor, mar víða á andliti auk fleiri áverka á hnakka, brjósthrygg og rasskinn.Man ekki hvers vegna hún var nakin Héraðssaksóknari krafðist þess að konan fengi að gefa símaskýrslu í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki enda sé hún búsett erlendis. Á því er byggt að konan hafi í skýrslutöku hjá lögreglu ekki sagt annað um árásarmanninn en að hann hafi verið dökkhærður og vísað til þess að um sé að ræða karlmann. Hún muni eftir tveimur höggum en ekki meira fyrr en hún vaknaði á gjörgæsludeild í Reykjavík. Þá muni hún ekki hvernig hún hafi farið úr fötunum. Komið hafi fram að konan hafi neitað að tjá sig um málið við matsmann. Vegna ómeðhöndlaðs og alvarlegs geðsjúkdóms þá sé konan ekki hæf til að gefa skýrslu fyrir dómi. Vegna þessa geti framburður konunnar ekki verið slík þungamiðja málsins að úrslit þess geti ráðist af framburði hennar. „Vegna andlegra veikinda hennar yrði það brotaþola aukinheludr afar þungbært að koma til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi.“Engar upptökur úr eftirlitsmyndavélum Valið standi milli þess að hún gefi skýrslu í gegnum síma eða gefi hreinlega ekki skýrslu. Verjandi mannsins mótmælti þessari kröfu héraðssaksóknara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hafna kröfu héraðssaksóknara. Vísaði hann til þess að ekkert vitni segist hafa séð síðari árásina sem ákært er fyrir. Ekki liggi fyrir upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýni nokkuð. Verði því að telja líklegt að niðurstaða málsins geti ráðist af munnlegum framburði fyrir dómi og mat á sönnunargildi slíks framburðar. „Við þessar aðstæður hlýtur framburður brotaþola í líkamsárásarmáli að geta skipt verulegu máli við úrslausn máls og verður að leggja á það almennan mælikvarða, en ekki fyrst og fremst að lít til þess hvernig framburður brotaþola var við rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir að framburður brotaþola hjá lögreglu hafi verið með þeim hætti sem að framan greinir þykir heldur ekki unnt að slá því að föstu að hann verði á sama hátt við aðalmeðferð.“ Aðalmeðferð málsins var fyrirhuguð í dag en hefur verið frestað. Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Kona sem varð fyrir líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2016 fær ekki að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. 24 ára karlmaður játaði við þingfestingu málsins í september annan ákæruliðinn. Í honum er honum gefið að sök að hafa slegið konuna einu höggi í andlit svo hún féll við fyrir framan veitingahúsið Lundann í Vestmannaeyjum. Hann neitar sök í hinum ákæruliðnum sem er öllu alvarlegri. Þar segir að karlmaðurinn hafi skömmu eftir fyrri líkamsárásina veist aftur að konunni en nú með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og búk, klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Konan birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Mátti þar sjá mikla áverka í andliti en í ákæru segir að hún hafi hlotið brot í gólfi hægri augntóftar, opinn skurð fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti fimm spor, mar víða á andliti auk fleiri áverka á hnakka, brjósthrygg og rasskinn.Man ekki hvers vegna hún var nakin Héraðssaksóknari krafðist þess að konan fengi að gefa símaskýrslu í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki enda sé hún búsett erlendis. Á því er byggt að konan hafi í skýrslutöku hjá lögreglu ekki sagt annað um árásarmanninn en að hann hafi verið dökkhærður og vísað til þess að um sé að ræða karlmann. Hún muni eftir tveimur höggum en ekki meira fyrr en hún vaknaði á gjörgæsludeild í Reykjavík. Þá muni hún ekki hvernig hún hafi farið úr fötunum. Komið hafi fram að konan hafi neitað að tjá sig um málið við matsmann. Vegna ómeðhöndlaðs og alvarlegs geðsjúkdóms þá sé konan ekki hæf til að gefa skýrslu fyrir dómi. Vegna þessa geti framburður konunnar ekki verið slík þungamiðja málsins að úrslit þess geti ráðist af framburði hennar. „Vegna andlegra veikinda hennar yrði það brotaþola aukinheludr afar þungbært að koma til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi.“Engar upptökur úr eftirlitsmyndavélum Valið standi milli þess að hún gefi skýrslu í gegnum síma eða gefi hreinlega ekki skýrslu. Verjandi mannsins mótmælti þessari kröfu héraðssaksóknara. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hafna kröfu héraðssaksóknara. Vísaði hann til þess að ekkert vitni segist hafa séð síðari árásina sem ákært er fyrir. Ekki liggi fyrir upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýni nokkuð. Verði því að telja líklegt að niðurstaða málsins geti ráðist af munnlegum framburði fyrir dómi og mat á sönnunargildi slíks framburðar. „Við þessar aðstæður hlýtur framburður brotaþola í líkamsárásarmáli að geta skipt verulegu máli við úrslausn máls og verður að leggja á það almennan mælikvarða, en ekki fyrst og fremst að lít til þess hvernig framburður brotaþola var við rannsókn lögreglu. Þrátt fyrir að framburður brotaþola hjá lögreglu hafi verið með þeim hætti sem að framan greinir þykir heldur ekki unnt að slá því að föstu að hann verði á sama hátt við aðalmeðferð.“ Aðalmeðferð málsins var fyrirhuguð í dag en hefur verið frestað.
Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36 Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00 Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00 Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Líkamsárás til rannsóknar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt laugardagsins síðastliðinn. 20. september 2016 17:36
Líkamsárás í Eyjum: Útskrifaði sig af sjúkrahúsi og hefur ekki lagt fram kæru Alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfesti Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu í gær. 21. september 2016 07:00
Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00
Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. 22. september 2016 07:00
Afmynduð í andliti og blóðug á kynfærum Aðkoman var skelfileg og konan óþekkjanleg segir maður sem kom að naktri konu í Vestmannaeyjum snemma á laugardagsmorgun. 21. september 2016 14:49