Gunnþórunn deilir mynd af bílnum og upplýsingum á Facebook í þeirri von að bíllinn finnist.
„Útidyrahurðin var opin þegar við vöknuðum í morgun þrátt fyrir að vera í lás og lyklarnir farnir. Það er óhugnalegt að vita til þess að mögulega hafi einhver verið á sveimi inni á heimilinu meðan allir sváfu,“ segir Gunnþórunn.
Þó virðist ekkert hafa verið tekið innandyra en það muni koma betur í ljós.
„Þetta er allt hið undarlegasta mál. Mér þætti afskaplega vænt um ef þið gætuð hjálpað okkur við leit að bílnum með því að hafa augun opin og einnig deila þessum status útum allt. Þetta er eitt það allra óþægilegasta sem maður lendir í. Bílnúmerið er KO021. Ástarþakkir!“
Nokkuð hefur verið um bílaþjófnað undanfarið. Til dæmis var Land Rover jeppa almannatengils stolið í Þingholtunum í janúar. Hann fannst degi síðar.