Framboð og eftirspurn áls Pétur Blöndal skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pétur Blöndal Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun