Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2019 19:30 Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. En ráðherrann hefur sagt að ekki sé víst að lögð verði á veggjöld og ef til vill væri skynsamlegra að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til að fjármagna framkvæmdirnar. Ummæli samgönguráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina um að hugsanlega megi fresta veggjöldum um fjögur til fimm ár og nýta þess í stað arðgreiðslur frá Landsvirkjun til stórra verkefna í vegamálum koma nokkuð á óvart í ljósi nýsamþykktra breytingatillagna meirihluta Alþingis. Þar er ráðherra falið að útfæra veggjöld fyrir stórar framkvæmdir á stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel víðar og leggja fram frumvarp þar að lútandi á yfirstandandi vorþingi. Ráðherra segir aðeins um heimild að ræða til að skoða leiðir og engin ákvörðun hafi verið tekin. Jón Gunnarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar hefur verið aðaltalsmaður veggjalda og sagt að þau gætu tvöfaldað það fjármagn sem færi í uppbyggingu vegakerfisins. Hann og ráðherrann séu sammála um að gríðarlega mikilvægt sé að fara í stórar framkvæmdir í samgöngumálum. „Það eru svo sem ýmsar leiðir til þess. Hinn augljósi kostur við þá leið að fara í veggjöld er að þá fáum við og leiðum inn þátttöku erlendra ferðamanna sem munu borga stóran hluta,” segir Jón. Umhverfis- og samgöngunefnd hafi unnið þessi mál í nánu samstarfi við samgönguráðuneytið og ráðherrann. Jón segist því ekki eiga von á öðru en samgönguráðherra leggi fram frumvarp um málið á yfirstandandi þingi enda unnið út frá því á Alþingi. Þá sé gengið út frá því innan Sjálfstæðisflokksins að gjaldtakan verði ekki íþyngjandi og önnur gjöld lækki á móti. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að ráðherrann geri upp sinn hug í þessu máli. Að við séum að vinna hér eftir einhverri stefnu til að vinna málunum farveg. Það gerist ekki ef við förum út og suður í þessum málum.”Arðgreiðslur frá Landsvirkjun og þjóðarsjóðshugmyndin, er hún ekki enn á stefnu Sjálfstæðisflokksins? „Hún hefur bara verið á stefnu ríkisstjórnarinnar,” segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira