Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 15:28 Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. vísir/vilhelm Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. Launin verði að lækka strax, ellegar að einhver þeirra sem situr í stjórn Landsbankans í umboði þjóðarinnar verði látinn sæta ábyrgð. Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Bankaráð Landsbankans, sem ákvarðar launin, segir hækkuna í samræmi við starfskjarastefnu bankans - laun Lilju séu samkeppnishæf, en ekki leiðandi.Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM.aðsendFjölmargir hafa brugðist ókvæða við hækkunina, jafnt stjórnmálafólk sem og fulltrúar atvinnulífsins. Nú hefur VM bæst í þann hóp, en í tilkynningu frá félaginu segir að venjulegt launafólk geti ekki sætt sig við jafn „gígantíska launahækkun.“ Félaginu þyki auk þess miður að ákvörðunin hafi hvorki verið dregin til baka, né að einhver hafi þurft að „bera ábyrgð á þessum gífurlega dómgreindarbresti.“ Því krefjist VM aðgerða strax. Í tilkynningu sinni teiknar félagið upp tvo möguleika: Annað hvort að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust eða að einhver verði látinn sæta ábyrgð. „VM minnir á það að fólk í stjórn Landsbankans situr í umboði stjórnvalda á Íslandi. Það er ekki boðlegt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launafólks á Íslandi á meðan þeir hæst launuðu skammta sér launahækkanir upp á hundruðu þúsunda eða milljóna í hverjum mánuði.“ Þá segir VM það jafnframt vera dapurlegt að hækkunin sé ekki einangrað tilvik. „Það er að verða regla frekar en undanteikning að efsta lag atvinnulífsins er á tugföldum launum þeirra lægst launuðustu. Við það getur venjulegt launafólk ekki sætt sig við.“ Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. Launin verði að lækka strax, ellegar að einhver þeirra sem situr í stjórn Landsbankans í umboði þjóðarinnar verði látinn sæta ábyrgð. Greint var frá því um helgina að mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, hefðu hækkað um 1,7 milljónir króna á milli 2017 og 2018. Það nemur 82 prósent hækkun á tíu mánaða tímabili. Bankaráð Landsbankans, sem ákvarðar launin, segir hækkuna í samræmi við starfskjarastefnu bankans - laun Lilju séu samkeppnishæf, en ekki leiðandi.Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM.aðsendFjölmargir hafa brugðist ókvæða við hækkunina, jafnt stjórnmálafólk sem og fulltrúar atvinnulífsins. Nú hefur VM bæst í þann hóp, en í tilkynningu frá félaginu segir að venjulegt launafólk geti ekki sætt sig við jafn „gígantíska launahækkun.“ Félaginu þyki auk þess miður að ákvörðunin hafi hvorki verið dregin til baka, né að einhver hafi þurft að „bera ábyrgð á þessum gífurlega dómgreindarbresti.“ Því krefjist VM aðgerða strax. Í tilkynningu sinni teiknar félagið upp tvo möguleika: Annað hvort að laun bankastjóra Landsbankans verði lækkuð tafarlaust eða að einhver verði látinn sæta ábyrgð. „VM minnir á það að fólk í stjórn Landsbankans situr í umboði stjórnvalda á Íslandi. Það er ekki boðlegt að sífellt skuli vera slegið á putta almenns launafólks á Íslandi á meðan þeir hæst launuðu skammta sér launahækkanir upp á hundruðu þúsunda eða milljóna í hverjum mánuði.“ Þá segir VM það jafnframt vera dapurlegt að hækkunin sé ekki einangrað tilvik. „Það er að verða regla frekar en undanteikning að efsta lag atvinnulífsins er á tugföldum launum þeirra lægst launuðustu. Við það getur venjulegt launafólk ekki sætt sig við.“
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30