Var rekinn í nóvember vegna ofbeldis en er kominn í nýtt lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Kareem Hunt eftir leik með Kansas City Chiefs á síðasta tímabili. Getty/Nick Cammett NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni. NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns samdi í gær við hlauparann Kareem Hunt til eins árs. Hunt var rekinn frá Kansas City Chiefs í nóvember eftir að myndbandsupptaka kom fram þar sem hann sást beita konu ofbeldi. Atvikið átti sér stað á hóteli í Cleveland í upphafi árs. Hunt var yfirheyrður af lögreglu en ekki handtekinn og var því ekki refsað af NFL-deildinni vegna málsins. Það var ekki fyrr en myndbandið kom fram að Hunt missti starfið sitt. Raunar er það svo að NFL-deildin á eftir að klára rannsókn sína á málinu og refsa Hunt. Líklegt er að hann fái sex leikja refsingu vegna málsins. Þá er Hunt einnig til skoðunar innan deildarinnar vegna tveggja anna atvika sem eiga bæði að tengjast ofbeldismálum utan vallarins. Þrátt fyrir það ákvað Cleveland að semja við Hunt, sem hefur verið einn allra besti hlaupari NFL-deildarinnar síðustu ár. „Ég hef þekkt Karrem síðan hann var í háskóla árið 2016. Það var mikilvægur þáttur í þessari ákvarðanatöku,“ sagði framkvæmdastjórinn John Dorsey hjá Cleveland Browns. Dorsey var framkvæmdastjóri Chiefs þegar liðið valdi Hunt í nýliðavali deildarinnar. Dorsey segir að félagið hafi sinnt sinni rannsóknarvinnu áður en félagið tók þessa ákvörðun. Niðurstaðan hafi verið sú að Hunt væri betri maður í dag. „Það voru tvær mikilvægar ástæður fyrir þessu. Annars vegar að Kareem tók fulla ábyrgð á gjörðum sínum og sýndi iðrun. Hins vegar að Kareem hefur verið að leita sér hjálpar viðeigandi fagaðila og hann hefur skýra áætlun um framhaldið hjá sér og framtíð,“ sagði Dorsey enn fremur. Hunt er fæddur og uppalinn í Cleveland og hann fær nú eitt ár í heimabæ sínum til að sanna sig upp á nýtt. Mál Hunt þykir minna á mál Ray Rice, hlaupara hjá Baltimore Ravens, sem var rekinn frá liðinu árið 2014 eftir að myndband komst í dreifingu en á því sást hann beita þáverandi kærustu sína ofbeldi í lyftu á hóteli. Rice spilaði aldrei aftur í NFL-deildinni.
NFL Tengdar fréttir Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00 Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15 Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45 Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá einu besta liði deildarinnar, Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu. 1. desember 2018 13:00
Ekkert félag vill fá manninn sem rotaði konuna sína Ray Rice er tilbúinn að snúa aftur í NFL-deildina og það með stuðningi yfirmanna deildarinnar. 19. október 2015 23:15
Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Myndband náðist af Ray Rice ruðningskappa, þar sem hann rotar kærustu sína með hnefahöggi. 8. september 2014 16:45
Rice rekinn frá Ravens og kominn í ótímabundið bann Það hefur gjörsamlega allt verið brjálað í Bandaríkjunum í dag eftir að myndband af ruðningskappanum Ray Rice var lekið en á myndbandinu rotar hann unnustu sína í lyftu. 8. september 2014 23:15