Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira