Hvað kosta vegirnir? Þórólfur Matthíasson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi var ætlunin að eyða tæpum 10 milljörðum króna í nýframkvæmdir á árinu 2019 og tæpum 6 milljörðum í viðhald. Þá vantar inn vetrarþjónustu, framlög til jarðganga(!) og fleira. Vegagerðin telur sig hafa haft um 29 milljarða til ýmissa vegatengdra verkefna á árinu 2018. Þar af komu 4 milljarðar úr „almennum varasjóði“ ríkissjóðs á miðju ári. Fram til ársins 2016 var lögbundið að tekjur af sérstöku bensíngjaldi, olíugjaldi og þungaskatti skyldi renna til vegagerðar. Þessir „mörkuðu“ tekjustofnar munu væntanlega skila 16,5 milljörðum króna á árinu 2019. Sem er heldur lægri upphæð en áætlað er að verja til nýframkvæmda og viðhalds. Séu allar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum og kolefniseldsneyti dregnar saman eru þær 38,9 milljarðar króna. Þar af eru kolefnisgjöld um 3,4 milljarðar króna Í grein í Fréttablaðinu þann 15. janúar sl. upplýsir samgönguráðherra að 70% af umferðartengdum gjöldum renni til vegakerfisins sjálfs en 30% til að standa undir umferðartengdum útgjöldum hins opinbera á öðrum sviðum eins og heilbrigðissviði og löggæslusviði. Ekki er ljóst hvað samgönguráðherra telur til tekna af umferðinni. Ef kolefnisgjöldum er haldið utan við samtölur gæti sú upphæð verið 35-36 milljarðar króna. 70% af þeirri upphæð er 24,5-25 milljarðar króna sem er ívið hærri upphæð en vegagerðin gefur upp sem nýframkvæmda- og viðhaldsfé, en talsvert lægri upphæð en gefin er upp sem heildarfjárveiting til vegaframkvæmda. Nú er rætt um að gjörbylta fjáröflun vegna vegagerðar, vegaviðhalds og öllu öðru er að veghaldi lýtur. Sýnist þar sitt hverjum. En væri ekki ráð, áður en sú umræða er teygð lengra, að birta almenningi góðar talnalegar upplýsingar um tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna vegakerfisins eins og það er þannig að fólk úti í bæ geti öðlast hugarró við það að reikna sig fram til sömu niðurstöðu og samgönguráðherrann gerir þegar hann metur hversu stór hluti umferðartekna renni til vegakerfisins sjálfs?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun