Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:16 Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Vísir/ap Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum. Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Tugþúsundir mótmælenda fylktu liði í höfuðborg Spánar í dag til að láta í ljós óánægju sína með útspil stjórnvalda sem buðu aðskilnaðarsinnum í Katalóníu til viðræðna til að lægja öldurnar. Mótmælendur krefjast þess að boðað verði til kosninga sem allra fyrst. Íhaldsflokkur fólksins PP, hægrimiðju flokkurinn Ciudadanos og Vox flokkur hægriþjóðernissinna stóðu fyrir mótmælafundinum en talsmenn flokkanna segja útspil Pedros Sanchez forsætisráðherra Spánar, að reyna að koma til móts við aðskilnaðarsinna með viðræðum, jafngilda landráðum. Aðskilnaðarsinnar tilkynntu þó á föstudag að þeir myndu ekki taka þátt í viðræðunum. Hópur þjóðernissinna yst til hægri á hinu pólitíska litrófi var áberandi á mótmælunum. Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Á þriðjudag verður réttað yfir tólf katalónskum sjálfsstæðissinum. Þeir voru ákærðir fyrir uppreisn og misnotkun á almannafé í þeim tilgangi að kljúfa Katalóníu frá Spáni. Ákæruvaldið krefst 25 ára fangelsisvistar yfir aðskilnaðarsinnum.
Spánn Tengdar fréttir Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00 Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Fjöldamótmæli í Katalóníu Þjóðfundur Katalóníu, samtök katalónskra sjálfstæðissinna, hefur boðað til fjöldamótmæla í héraðinu í dag en fastlega er búist við því að á sama tíma verði þeir níu aðskilnaðarsinnar sem vistaðir eru í katalónskum fangelsum fluttir til Madrídar þar sem málið gegn þeim fer fyrir dóm í febrúar. 29. janúar 2019 06:00
Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. 17. janúar 2019 06:45
Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30