Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 17:42 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína. Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnabrot. Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. Synjunin þýðir að máli Thomasar er lokið. Dómur yfir Thomasi féll í Landsrétti í nóvember í fyrra og var þar með staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjaness. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, óskaði eftir því í kjölfarið fyrir hönd skjólstæðings síns að dómi Landsréttar yrði áfrýjað. Beiðni Björgvins var byggð á því að málsmeðferð fyrir Landsrétti hefði verið stórlega ábótavant og brotið í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Vísað var til þess að einn af dómendum í málinu fyrir Landsrétti hefði verið vanhæfur til að leysa úr málinu. Að auki taldi Björgvin að niðurstaða Landsréttar um réttarfarslegar afleiðingar handtöku leyfisbeiðanda utan íslenskrar refsilögsögu „sé bersýnilega röng og í andstöðu við dómaframkvæmd Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu“. Þá hafi mat Landsréttar á sönnunargildi annarra gagna málsins en munnlegum framburði ekki verið í samræmi við þær reglur sem gildi við meðferð sakamála. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að úrslit málsins geti ráðist af atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Máli Thomasar Møller er þar með lokið og mun hann afplána refsingu sína.
Birna Brjánsdóttir Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00 Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45 Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Sagðist óttast að það kæmist upp um hann og hann yrði handtekinn Í dómi Landsréttar kemur fram að i málinu liggi fyrir þýðing á SMS-samskiptum Thomasar við þáverandi unnustu sína. 23. nóvember 2018 19:00
Segir málsmeðferð í Landsrétti hafa einkennst af virðingarleysi Óskað verður eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli Thomasar Møller Olsen. Verjandi telur dómsformanninn, Sigurð Tómas Magnússon, vanhæfan vegna verktakavinnu fyrir ákæruvaldið. 24. nóvember 2018 07:45
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00