Luis Suarez bauð upp á smá „hefnd“ fyrir Liverpool á Bernabéu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Sergio Ramos og aðrir hjá Real Madrid horfa upp á Luis Suarez skora með Panenka vítaspyrnu. Getty/David Ramos Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira