Íslensku stelpurnar mæta Kanada klukkan 13.15 í dag. Kanada er eitt allra sterkasta lið heims og sitja þær í fimmta sæti heimslistans og er mótið liður í undirbúningi þeirra fyrir HM í Frakklandi í sumar.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir geta ekki verið með íslenska liðinu í dag vegna veikinda. Margrét Lára, markahæsta landsliðskonan í sögunni, er að koma aftur inn í liðið eftir langan tíma frá vegna meiðsla.
Íslenska landsliðið vann 2-1 sigur á Skotlandi í fyrsta leik Jóns Þórs og er þetta annar leikur liðsins undir hans stjórn. Jón Þór gerir tvær breytingar frá því í Skotaleiknum.
Fanndís Friðriksdóttir var ekki valinn í hópinn og er þar af leiðandi ekki í byrjunarliðinu en Selma Sól Magnúsdóttir kemur inn fyrir hana. Sandra Sigurðardóttir kemur síðan í markið í staðinn fyrir Sonný Láru Þráinsdóttur.
Byrjunarlið Íslands gegn Kanada!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/gynNzyz176
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 27, 2019
Byrjunarlið Íslands á móti Kanada í dag:
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Elín Metta Jensen, Valur
Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV
Stelpurnar eru mættar á völllinn.
Styttist í leik!
We have arrived at the stadium!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/MgWBu2l4HA
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 27, 2019