Sögulegt tækifæri Agnar Tómas Möller skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eftir efnahagsuppgang síðustu ára stefnir í að viðsnúningur hagkerfisins muni verða sneggri en Seðlabankinn og aðrir greiningaraðilar hafa spáð fyrir um. Vöxtur í komum ferðamanna hefur snúist í samdrátt og hörð átök á vinnumarkaði munu stórskaða okkar stærstu en jafnframt viðkvæmustu útflutningsatvinnugrein, ferðaþjónustuna, sem og aðrar greinar. Að endingu munu heimilin finna fyrir minna atvinnuöryggi og aukinni verðbólgu samfara hækkun höfuðstóls íbúðalána. Staðan er alvarleg. Heimili og fyrirtæki sjá hvað er í vændum líkt og kemur fram í minnkandi innflutningi, samdrætti í innlendri kortaveltu og nýjar tölur um útlán bankakerfisins benda til skarps samdráttar fram undan í nýjum útlánum til fyrirtækja. Mesta lækkun á leiðandi hagvísum fyrir íslenska hagkerfið frá árinu 2008 (reiknað af Analytica) er birtingarmynd þessarar þróunar. Nafnvextir á Íslandi, bæði til skemmri og lengri tíma, eru mjög háir í alþjóðlegum samanburði þegar litið er til sterkra grunnþátta eins og lágra skulda, öflugs lífeyriskerfis, jákvæðrar eignastöðu þjóðarbúsins, viðvarandi viðskiptaafgangs og hallalauss rekstrar ríkissjóðs, og enn sem komið er nokkuð lágrar verðbólgu (m.v. samræmda vísitölu án húsnæðisverðs). Á sama tíma og efnahagshorfur eru að versna í flestum okkar viðskiptalöndum og lítið svigrúm til frekari lækkunar vaxta, er því þveröfugt farið hér. Því ætti að vera rými til að létta verulega undir með heimilum og fyrirtækjum með lækkun vaxta á sama tíma og hagkerfið hægir á sér. Vandinn er þó sá að kröfur um launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins munu koma í veg fyrir lækkandi vaxtastig. Eftirfarandi tafla tekur saman þessar helstu lykilstærðir ásamt 10 ára skuldabréfavöxtum, fyrir bæði mjög þróuð lágvaxtaríki, hávaxta nýmarkaðsríki, og minni myntsvæði á verðbólgumarkmiði, líkt og Ísland, Ísrael og Nýja-Sjáland. Líkt og taflan sýnir, eru langtímavextir á Íslandi mjög háir í samanburði við önnur lönd, þegar rýnt er í helstu grunnstærðir og ljóst að svigrúm til lækkunar gæti verið umtalsvert og ábati heimila og fyrirtækja af því töluverður. Sem dæmi má taka óverðtryggt jafngreiðsluíbúðalán til 40 ára – vaxtalækkun um 1% lækkar greiðslubyrði slíks láns um rúm 12%, eða um 27 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 milljóna lán. Í könnun Seðlabankans í janúar kom fram að væntingar markaðsaðila á skuldabréfamarkaði voru um 2,8% verðbólgu að meðaltali næstu 10 ár. Á sama tíma fór verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hratt lækkandi vegna væntinga um að kjarasamningar myndu nást án umtalsverðra verðbólguáhrifa. Áhrifin af því horft fram á veginn hefðu getað komið fram í umtalsverðri lækkun á vaxtastigi, sem og lækkun vaxtaálags til heimila og fyrirtækja, hafi erlendir fjárfestar trú á Íslandi sem fjárfestingarkosti nú þegar dyrnar verða opnaðar á næstunni. Nú þegar kjaraviðræður eru komnar í hnút hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarhækkað undanfarið eða um 0,5% til skemmri tíma og 0,3% til lengri tíma. Hræðsla og óvissa um niðurstöðu kjarasamninga mun koma í veg fyrir frekari vaxtalækkanir að svo stöddu jafnvel þó hröð kólnun sé fram undan. Ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar er að vextir lækki á Íslandi. Það er alveg ljóst að miðað við þær kröfur sem hafa verið settar fram er það aðeins fjarlægur draumur. Vonandi átta aðilar vinnumarkaðarins sig á því sögulega tækifæri sem er til staðar að ná vöxtum niður á Íslandi – það yrði kjarabót sem kostaði ekkert.Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóða hjá Gamma.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar