Stöðugleikaskattur, sáttamöguleiki í kjaradeilu? Þórólfur Matthíasson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar tillögur í skattamálum þriðjudaginn nítjánda febrúar. Í tillögunum felst stefnubreyting hvað varðar uppbyggingu tekjuskattskerfisins: Skattþrepum er fjölgað og stefnt að nokkurri lækkun persónuafsláttar. Þeim fjármunum er varið til frekari lækkunar lægsta skattþrepsins en ella hefði orðið. Jafnframt er dregið úr umfangi samsköttunar hjóna/sambýlisfólks þar sem ekki er lengur hægt að samnýta skattþrep. Persónuafsláttur er þó áfram 100% yfirfæranlegur sem getur dregið mjög úr ávinningi tekjulágs maka að fara út á vinnumarkaðinn. Síðast en ekki síst eru ætlunin að lögfesta að viðmiðunartölur hækki í takt við verðlag og framleiðniþróun. Öll þessi atriði flytja tekjuskattskerfið íslenska í átt að tekjuskattskerfum nágranna okkar á Norðurlöndum. Breytingarnar eru því „ágætis byrjun“. Kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna er í samræmi við áform sem kynnt voru í fjárlagaáætlun og fjárlögum fyrir alllöngu síðan. Tillögunum var mætt með hurðaskellum og ókvæðisorðum af hálfu róttækasta hluta verkalýðshreyfingarinnar. Svo virðist sem aðiljar hafi átt von á að frásagnir í sjónvarpsauglýsingum af bágum kjörum láglaunafólks myndu fá ríkisstjórnina til að sprengja 2ja mánaða gamlan fjárlagaramma í tætlur án frekari umræðu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ríkisbankastjórar, forstjórar oháeffa og háeffa auk alþingismanna og ráðherra hafa notið drjúgra hækkana á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú eru útrunnir. Fyrir utanaðkomandi virðist sem þessar launahækkanir forstjóranna lúti lögmálum bræðranna Einbjörns, Tvíbjörns og Þríbjörns. Oháeff forstjóri situr kannski í stjórn háeffs og hækkar laun kollega síns sem síðan launar greiðann á næsta stjórnarfundi oháeffsins. Síðan eru laun alþingismanna hækkuð með vísan til hækkunar hinna. Hugtök eins og stöðugleiki eða framleiðni eða framleiðniaukning koma hvergi við sögu í þessari hringekju ástarinnar í stjórnarherbergjum atvinnulífsins. Fyrrverandi fjármálaráðherra reyndi að hægja á hringekjunni með eindregnum tilmælum. Það hafði svipuð áhrif og að biðja íþróttaálfinn að hætta að borða grænmeti. Sé ásetningur hins opinbera sá að hafa áhrif á launasetningu toppanna í atvinnulífinu duga bænarbréfin skammt. Því vakti það undirrituðum nokkra undrun að í skattatillögunum frá því á þriðjudag skyldi ekki settur á einhvers konar stöðugleikaskattur, til dæmis í því formi að á launatekjur umfram 30 milljónir króna á ári (2,5 milljónir á mánuði) legðist sérstakt stöðugleikaþrep á bilinu 55-70%. Þá kæmi einnig til álita að fara í smiðju til skattayfirvalda í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er reglan sú að launakostnaður umfram 1 milljón dollara á ári hjá helstu stjórnendum fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti fyrirtækjanna (sjá https://www.stanfordlawreview.org/online/hidden-tax-cost-executive-compensation/). Slík regla, sem mætti kalla stöðugleikaframlag stórfyrirtækja, aðlöguð að íslenskum aðstæðum með lækkun viðmiðunarfjárhæða, ætti að geta minnkað vilja eigenda fyrirtækja til að greiða forstjórum ofurlaun og gæti þannig dregið úr hraðanum á launahringekjunni í stjórnarherbergjunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun