Ungi maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 „Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
„Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar