Veltir fyrir sér hvort valdastéttin hafi myndað „ósýnilegt bandalag“ sem stjórni landinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 15:46 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða "Deep State“ eins og það er kallað á ensku. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51