Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Samkvæmt samkomulagi við upphaf þings eftir kosningar á stjórnarandstaðan þrjá formenn fastanefnda. Fjölmennasti flokkurinn fékk að velja fyrst í hvaða nefnd hann hefði formennsku. Miðflokkurinn vill nú taka upp samkomulagið og velja sér nefndarformannsstól. Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira