„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:34 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. Hún furðar sig þó á tímasetningu yfirlýsingarinnar, sérstaklega í ljósi nýrra skoðanakannana á fylgi flokkanna. Jafnframt leggur hún áherslu á svik Karls Gauta og Ólafs við kjósendur sína. Karl Gauti og Ólafur tilkynntu um það í dag að þeir væru gengnir til liðs við Miðflokkinn en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. Voru allan tímann að svíkja kjósendur sína „Ég heyrði það formlega í dag en búin að hafa á tilfinningunni ansi lengi, eins og ég hef nú sagt víðsvegar um lönd og strönd,“ segir Inga í samtali við Vísi, innt eftir viðbrögðum við inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Hún segist ekki hafa vitað af málinu fyrirfram þar sem hún sé ekki í samskiptum við þingmennina tvö. „Ég hef aldrei talað við þá síðan þetta kom upp, það eru engin samskipti við þessa einstaklinga.“Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins og nýir þingmenn Miðflokksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonInga segir aðspurð að yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs hafi ekki komið sér á óvart. Hins vegar furði hún sig á því að þeir hafi ákveðið að tilkynna um flokkaskiptin í dag og vísar í nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna. „Alls ekki, ég beið bara eftir þessu. Það kemur mér kannski á óvart tímasetningin en ég býst við að hún sé í kjölfarið á þessari slöku skoðanakönnun Miðflokksins í gær [innskot blm. könnunin birtist í fyrradag] þar sem að Flokkur fólksins var með 6,9 prósent en Miðflokkurinn 6,1. Kannski eru þeir að vonast til þess að geta haldið áfram að stela fleiri kjósendum frá Flokki fólksins eins og þeir eru að gera með því að flytja sig yfir í Miðflokkinn. Því að eitt er alveg víst að enginn sem setti x við F var að kjósa auðkýfinginn Sigmund Davíð. Þá hefðu þeir einfaldlega sett x við M,“ segir Inga. „Þannig að þeir eru náttúrulega bara að svíkja kjósendur sína, ekkert annað, og voru að því allan tímann.“Römmuðu inn það sem þeir unnu að á Klaustri Inga er hörð á því að hún hyggist ekki starfa með Karli Gauta og Ólafi á þingi og umgangist þá aðeins af illri nauðsyn. Hún gerir þó ekki ráð fyrir því að flokkaskiptin hafi áhrif á störf þingsins. „Nei, engan veginn. Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum, ég get ekki séð að það verði önnur breyting í þinginu. Þannig að þeir eru bara búnir að ramma inn nákvæmlega það sem þeir voru að vinna að 20. nóvember á Klausturbar, það tók þá ekki mjög langan tíma, þeir gátu ekki beðið lengur.“ Þá leggur Inga áherslu á að hljóðið í Flokki fólksins sé afar gott og flokksmenn láti ekki deigann síga þó að Karl Gauti og Ólafur hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. Þá hafi fréttir dagsins ekki áhrif á stemninguna á árshátíð Flokks fólksins sem haldin verður í kvöld en Inga býst við mikilli gleði á ballinu. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. Hún furðar sig þó á tímasetningu yfirlýsingarinnar, sérstaklega í ljósi nýrra skoðanakannana á fylgi flokkanna. Jafnframt leggur hún áherslu á svik Karls Gauta og Ólafs við kjósendur sína. Karl Gauti og Ólafur tilkynntu um það í dag að þeir væru gengnir til liðs við Miðflokkinn en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í desember eftir að upptökurnar á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. Hafa þeir síðan setið á Alþingi sem óháðir þingmenn utan flokka. Voru allan tímann að svíkja kjósendur sína „Ég heyrði það formlega í dag en búin að hafa á tilfinningunni ansi lengi, eins og ég hef nú sagt víðsvegar um lönd og strönd,“ segir Inga í samtali við Vísi, innt eftir viðbrögðum við inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Hún segist ekki hafa vitað af málinu fyrirfram þar sem hún sé ekki í samskiptum við þingmennina tvö. „Ég hef aldrei talað við þá síðan þetta kom upp, það eru engin samskipti við þessa einstaklinga.“Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins og nýir þingmenn Miðflokksins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonInga segir aðspurð að yfirlýsing Karls Gauta og Ólafs hafi ekki komið sér á óvart. Hins vegar furði hún sig á því að þeir hafi ákveðið að tilkynna um flokkaskiptin í dag og vísar í nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna. „Alls ekki, ég beið bara eftir þessu. Það kemur mér kannski á óvart tímasetningin en ég býst við að hún sé í kjölfarið á þessari slöku skoðanakönnun Miðflokksins í gær [innskot blm. könnunin birtist í fyrradag] þar sem að Flokkur fólksins var með 6,9 prósent en Miðflokkurinn 6,1. Kannski eru þeir að vonast til þess að geta haldið áfram að stela fleiri kjósendum frá Flokki fólksins eins og þeir eru að gera með því að flytja sig yfir í Miðflokkinn. Því að eitt er alveg víst að enginn sem setti x við F var að kjósa auðkýfinginn Sigmund Davíð. Þá hefðu þeir einfaldlega sett x við M,“ segir Inga. „Þannig að þeir eru náttúrulega bara að svíkja kjósendur sína, ekkert annað, og voru að því allan tímann.“Römmuðu inn það sem þeir unnu að á Klaustri Inga er hörð á því að hún hyggist ekki starfa með Karli Gauta og Ólafi á þingi og umgangist þá aðeins af illri nauðsyn. Hún gerir þó ekki ráð fyrir því að flokkaskiptin hafi áhrif á störf þingsins. „Nei, engan veginn. Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum, ég get ekki séð að það verði önnur breyting í þinginu. Þannig að þeir eru bara búnir að ramma inn nákvæmlega það sem þeir voru að vinna að 20. nóvember á Klausturbar, það tók þá ekki mjög langan tíma, þeir gátu ekki beðið lengur.“ Þá leggur Inga áherslu á að hljóðið í Flokki fólksins sé afar gott og flokksmenn láti ekki deigann síga þó að Karl Gauti og Ólafur hafi gengið til liðs við Miðflokkinn. Þá hafi fréttir dagsins ekki áhrif á stemninguna á árshátíð Flokks fólksins sem haldin verður í kvöld en Inga býst við mikilli gleði á ballinu.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25
Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Þingmaður Pírata úrskýrir ástæður þess að hann hafi stillt sér upp við hlið Bergþórs Ólasonar með "Fokk ofbeldi“-húfu í þingsal í gær. 6. febrúar 2019 21:08