Endalok ABBA, reglubreytingar og einföldun á því hvað sé hendi og hvað sé ekki hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 16:00 Aron Einar Gunnarsson undirbýr sig að taka eitt af sínum löngu innköstum. Getty/Marc Atkins/ Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla). Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla).
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira