Móð og másandi á nýju brautarmeti þegar hún sigldi sínu fyrsta frumvarpi í höfn Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 15:00 Áslaug Arna í ræðustól Alþingis í dag. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús. Alþingi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi á dag. Um er að ræða breytingu á lögum sem varða nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er breytingunni ætlað að gera málsmeðferðina við nálgunarbann auðveldari og léttari og skilja á milli málsmeðferðar við nálgunarbann og brottvísunar af heimili. Áslaug mætti á miklum hlaupum inn í þingsal og átti erfitt með sig í ræðustól sökum þess hversu móð hún var. Vakti það mikla kátínu þingmanna líkt og sjá má í myndbandi neðar í fréttinni. „Það er ekki jafn mikil þvingun í því að fá á sig nálgunarbann og láta vísa sér af heimili,“ segir Áslaug Arna í samtali við Vísi. Lögin um nálgunarbann og brottvísun af heimili eru frá árinu 2011 og komin reynsla á þau og er verið að taka mið af henni með þessari breytingu. „Það má margt betur fara þegar kemur að þessum úrræði. Markmiðið með lögunum er að bæta meðferðina hvað varðar beitingu nálgunarbanns þannig að hún sé ekki jafn þung í vöfum og hún hefur verið. Sér í lagi þegar þannig háttar að sakborningur er samþykkur um nálgunarbann,“ segir Áslaug. „Markmiðið með breytingunum er að vernda betur þann sem er brotið á. Það er auðvitað markmiðið með nálgunarbanni og þetta er mikilvægt skref að stíga til að bæta lögin.“Geta samþykkt nálgunarbann án aðkomu dómsÁsmundir Einari Daðasyni félagsmálaráðherra var augljóslega skemmt þegar Áslaug Arna gerði grein fyrir atkvæði sínu í dag.VísirFyrir lagabreytinguna þurfti ávallt að fara með ákvörðun um nálgunarbann fyrir dómstóla þó að sakborningur væri samþykkur banninu. Með breytingunni getur lögreglustjóri tekið ákvörðunina án þess að bera hana undir dómstóla ef sakborningur er samþykkur því. Í frumvarpi Áslaugar er að finna breytingar um vægari úrræði sem höfðu ekki verið skilgreind nægjanlega vel í lögunum. Í dómaframkvæmd er oft vísað til þess að reyna eigi vægari úrræði fyrst áður en gripið er til nálgunarbanns en hvergi var að finna reglur um hver þessi vægari úrræði eiga að vera og engin samræmd framkvæmd varðandi það. Í greinargerð frumvarpsins er einnig ítrekað að röskun á friði sé nægjanlegt skilyrði til að fá nálgunarbann. „En það virðist oft vera að sett séu strangari skilyrði í dómaframkvæmd en lögin kveða á um. En ég tel að með þessum breytingum séu lögin orðin betri en svo þarf reynsla að komast á þau,“ segir Áslaug Arna. Hún tók einnig fram í ræðu sinni á Alþingi að skoða þurfi þyngingar á dómum þegar brotið er gegn nálgunarbanni því dómar við slíkum brotum séu afskaplega vægir. Fékk símtal 5 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu Þetta fyrsta frumvarp sem Áslaug Arna fékk samþykkt var ekki það eina sem vakti athygli í morgun. Áslaug Arna mætti móð og másandi í ræðupúlt Alþingis þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og vakti það mikla kátínu þingmanna. Klippa: Áslaug Arna hleypur í ræðustól á Alþingi Áslaug segir að hún hafi einfaldlega ruglast á því í fyrsta skipti á ferli sínum sem þingmaður hvenær atkvæðagreiðsla fer fram. Á þriðjudögum fer hún fram klukkan 14 en klukkan 11 á fimmtudögum. Áslaug stóð í þeirri trú að atkvæðagreiðslan færi fram klukkan 14 í dag þegar hún var stödd í miðri kynningu í Ljósmyndaskólanum úti á Granda í Reykjavík. „Ég fæ þá símtal um að það séu fimm mínútur í atkvæðagreiðslu,“ segir Áslaug Arna. Þá voru góð ráð dýr og ekkert annað um að ræða en að hendast út í bíl og bruna upp í þinghús. „Ég setti örugglega brautarmet og sér í lagi örugglega hlaupamet frá bílastæði þinghússins og inn í þingsal,“ segir Áslaug Arna sem var mætt í pontu rúmum fjórum mínútum eftir að hún fékk símtalið út á Granda. Hún segist hafa verið mjög heppin með litla umferð og lenti ekki á neinu rauðu ljósi og gekk því vel að komast fljótt upp í þinghús.
Alþingi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira