Úrvalsdeildin í pílu í beinni í kvöld og tveir meistarar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Hollendingurinn Michael van Gerwen og Skotinn Peter Wright eru báðir meðal keppenda í úrvalsdeildinni í pílu. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld Aðrar íþróttir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld
Aðrar íþróttir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Sjá meira