Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Sigríður Andersen leggur til að eingöngu Útlendingastofnun geti veitt ríkisborgararétt. Fréttblaðið/ERNIR Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“