Laun bankastjóra Íslandsbanka ekki leiðandi að mati stjórnar bankans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 10:25 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér. Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka lítur svo á að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra bankans, séu ekki leiðandi í samanburði við forstjóra á Íslandi.Þetta kemur fram í svari stjórnar bankans við bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku. Þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans.Samskonar bréf var sent til bankaráðs Landsbankans. Bréfin voru send í tilefni umfjöllunar umlaunhækkanir Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.Í tilfelli Íslandsbanka taldi Bankasýslan sig ekki hafa fullnægjandi upplýsingar um launaþróun bankastjóra Íslandsbanka, auk þess sem óskað var eftir afstöðu stjórnarinnar til umræddrar launaþróunar, með tilliti til eigendastefnu ríkisins, þar sem meðal annars koma fram áherslur um „hófsemi í launaákvörðunum hjá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.“Í svari stjórnar bankanser bent á að laun Birnu, sem ráðinn var bankastjóri í október 2008 hafi lækkað um 600 þúsund krónur frá árinu 2016, sé tekið tillit til brottfalls samninga um kaupauka. Eftir að íslenska ríkið tók yfir bankann voru kaupaukar lagðir af í Íslandsbanka frá og með 1. janúar 2017.Höfuðstöðvar Íslandsbanka.vísir/vilhelmKemur fram að þann 1. janúar síðastliðinn hafi Birna verið með 4,2 milljónir á mánuði auk 200 þúsund króna í formi hlunninda, samtals 4,4 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir króna.Starfsárangur Birnu mjög góður að mati stjórnar Í svarinu eru launakjör Birnu rökstudd með tilliti til þess að starfsárangur hennar hafi verið afar góður. Þá sé bankinn „mjög stórt“ fyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Alþjóðlega fjármálatímaritið EuroMoney hafi valið Íslandsbanka besta bankann árið 2018, efnahagur bankans sé traustur og rekstur stöðugur á sama tíma og viðskiptavinir hans hafi verið þeir ánægðustu þegar kemur að bankaþjónustu samkvæmt mælingum. Telur stjórnin sig hafa unnið í samræmi við ákvæði starfskjarastefnu bankans en þar er kveðið á um að föst laun og aðrar greiðslur skuli vera samkeppnishæf en ekki leiðandi. Þá segir einnig að stjórnin fari reglulega yfir samanburð á launakjörum bankastjóra við launakjör forstjóra á Íslandi. „Stjórn telur þann samanburð sýna að laun bankastjórans séu ekki leiðandi.“Svar stjórnar Íslandsbanka má lesa hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira