Gengið á höfuðstólinn Sigurður Hannesson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samkeppnismál Sigurður Hannesson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa orðið breytingar til hins betra á íslensku hagkerfi þó enn sé nokkuð í land með að langþráður stöðugleiki verði að veruleika. Stoðir hagkerfisins eru mun sterkari en áður og því má segja að höfuðstóllinn hafi vaxið. Markvissar aðgerðir skiluðu þessum árangri, hann varð ekki til á einni nóttu. Honum er hins vegar hægt að glutra niður á stuttum tíma og bendir margt til þess að sú verði raunin miðað við stöðuna á vinnumarkaði.Sveipað óstöðugleika Um það verður ekki deilt að starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð hvort sem litið er til hagrænna þátta eða annarra þátta. Þannig hefur íslenskur þjóðarbúskapur sögulega orðið fyrir hlutfallslega stærri skellum en önnur iðnvædd hagkerfi hvort sem litið er til sveiflna í landsframleiðslu, verðlagi eða raungengi. Sveiflurnar eru kostnaðarsamar fyrir samfélagið þar sem þær draga úr samkeppnishæfni landsins sem er nokkurs konar heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum. Markviss árangur Ísland hefur náð sér á strik eftir áfall fyrir um áratug síðan. Efnahagslegri endurreisn er lokið og gekk hún vonum framar. Alger viðsnúningur hefur orðið á íslensku hagkerfi á undanförnum árum, krónan hefur styrkst, í fyrsta sinn eru erlendar eignir umfram erlendar skuldir, lánshæfi landsins er sterkara og lánskjör því betri og verðbólga hefur verið innan marka um þó nokkurt skeið. Erlent fjármagn hefur leitað ávöxtunar á Íslandi, fyrst í ríkisskuldabréfum en svo í hlutabréfum. Losun fjármagnshafta leysti mikla orku úr læðingi og efldi tiltrú á Íslandi. Þessi jákvæðu efnahagslegu áhrif komu fram af fullum þunga í kjölfar þess að áætlun stjórnvalda um losun hafta var kynnt um mitt ár 2015 og hafa varað síðan. Aukin verðmætasköpun Þessi viðsnúningur varð ekki af sjálfsdáðum heldur með skýrri stefnu stjórnvalda og verðmætasköpun almennings og fyrirtækja. Vöxtur ferðaþjónustu hefur skilað miklum umsvifum um land allt og það sama má segja um iðnað og aðrar atvinnugreinar. Iðnaður stendur að baki þriðjungi hagvaxtar frá 2010 og skapar nú tæplega fjórðung landsframleiðslu. Samfélagið allt nýtur góðs af þessum árangri. Vissulega er enn verk að vinna. Ljúka þarf endurskoðun peningastefnu sem allra fyrst en það verkefni hefur verið á dagskrá um margra ára skeið. Markmiðið hlýtur að vera að peningastefna tryggi betur stöðugleika í efnahagslífinu m.t.t. verðlags og fjármálastöðugleika. Þá þarf að móta framtíðarsýn um fjármálakerfið þannig að það sé traust og þjóni almenningi og atvinnulífi á skilvirkan og hagkvæman hátt. Umgjörð vinnumarkaðar þarf að styrkja þannig að laun þróist í takt við framleiðni. Blikur á lofti Kjarasamningar voru undirritaðir í janúar 2016 og kváðu á um talsverðar hækkanir. Á þeim tíma var því spáð að verðbólga myndi aukast en sú varð ekki raunin. Þá var hagkerfið enn í miklum vexti þannig að meira var til skiptanna en nú. Hins vegar leysti losun hafta talsverða orku úr læðingi með mjög jákvæðum efnahagslegum áhrifum og ytri aðstæður voru hagfelldar. Hvorugt á við nú. Hvalreki sambærilegur við losun hafta er ekki í augsýn auk þess sem nú hægir á gangi hagkerfisins og benda öll merki í sömu átt. Seðlabankinn spáir mun minni vexti á þessu ári en undanfarin ár. Leiðandi hagvísir Analytica hefur lækkað 12 mánuði í röð og bendir til stöðnunar og óvissu næstu misserin. Undanfarna mánuði hafa fyrirtæki sagt upp starfsfólki og bendir allt til að svo verði áfram næstu mánuði. Kólnun blasir við. Laun á Íslandi eru há í alþjóðlegum samanburði. Með gríðarlegum launahækkunum í kólnandi hagkerfi og án þess að neinn hvalreki sé í augsýn verður gengið á höfuðstólinn. Á því töpum við öll.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun