Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Hörður Ægisson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Sjóðurinn keypti fyrir um 2,3 milljarða í Marel í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. Teleios Capital hefur á aðeins nokkrum vikum eignast samtals 1,8 prósenta hlut í Marel, sem gerir sjóðinn að ellefta stærsta hluthafa fyrirtækisins, en miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er markaðsvirði eignarhlutar sjóðsins rúmlega 5,7 milljarðar króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætt við sig um 1,5 milljónum hluta, að virði um 700 milljónir, og á núna orðið 2,2 prósenta hlut í Marel. Fjöldi íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga núna samanlagt um 41 prósent alls hluthafafjár í Marel, hafa minnkað lítillega við hlut sinn í Marel á undanförnum vikum og þá hafa einnig tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis selt sem nemur samtals 0,7 prósenta hlut í félaginu frá því um miðjan janúar. Teleios Capital, sem var stofnaður 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega 26 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á rúmlega 319 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00 Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. Teleios Capital hefur á aðeins nokkrum vikum eignast samtals 1,8 prósenta hlut í Marel, sem gerir sjóðinn að ellefta stærsta hluthafa fyrirtækisins, en miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er markaðsvirði eignarhlutar sjóðsins rúmlega 5,7 milljarðar króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætt við sig um 1,5 milljónum hluta, að virði um 700 milljónir, og á núna orðið 2,2 prósenta hlut í Marel. Fjöldi íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga núna samanlagt um 41 prósent alls hluthafafjár í Marel, hafa minnkað lítillega við hlut sinn í Marel á undanförnum vikum og þá hafa einnig tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis selt sem nemur samtals 0,7 prósenta hlut í félaginu frá því um miðjan janúar. Teleios Capital, sem var stofnaður 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega 26 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á rúmlega 319 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00 Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00
800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00
Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06
Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30