Einn frægasti skýjakljúfur New York seldur með miklu tapi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2019 23:30 Chrysler-byggingin var hæsta bygging heims þegar hún var vígð árið 1930. Getty/Ozgur Donmaz Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028. Bandaríkin Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028.
Bandaríkin Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira