Kvennafangelsi verður breytt í ódýrar íbúðir Sylvía Hall skrifar 9. mars 2019 10:18 Holloway fangelsið. Vísir/AP Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn. Bretland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn.
Bretland Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“