Andvíg þvingunum en ekki bólusetningum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. mars 2019 07:00 Halldóra hefur verið þráspurð um skoðanir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Reglulega er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, spurð hvort hún sé á móti bólusetningum við sjúkdómum. Ástæðan er ein af fyrstu ræðum hennar úr pontu þingsins. Halldóra hafnar því að hún sé andvíg bólusetningum en telur ekki rétt að skikka fólk til þeirra. Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um bólusetningar og mikilvægi þeirra eftir að fjögur tilfelli af mislingum greindust hér á landi. Þá var fimmta smitið staðfest í gær. Á hluta heilsugæsla hefur starfsfólk nánast verið í færibandavinnu við bólusetningu. Sumum finnst ekki nægilega langt gengið og telja rétt að skikka fólk til að bólusetja börn sín. Umrædd ræða Halldóru var sú áttunda sem hún flutti í þingsal en þá var hún varaþingmaður Pírata. Umfjöllunarefnið voru viðbrögð við frétt Stöðvar 2 þar sem rætt var við móður sem bólusetti ekki yngra barn sitt vegna gruns um að eldra barn hefði brugðist illa við bólusetningu. „Maður spyr: Af hverju er ekki hægt að ræða bólusetningar á yfirvegaðan hátt eins og hvert annað mál? Hvað er fólk svona hrætt við?“ spurði Halldóra meðal annars í ræðunni. „Það hefur alltaf verið ríkt í mér að stökkva til varnar viðkvæmustu hópum samfélagsins sem komið er fram við á óréttmætan hátt. Þá skiptir litlu máli hvert málefnið er. Þarna var kona í viðkvæmum aðstæðum að lýsa reynslu sinni og hún var kölluð ógeðfelldum nöfnum vegna þess. Það var aðallega það sem ég var að bregðast við,“ segir Halldóra. Nefndarformaðurinn segist vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar til að forða því að einhver umræðuefni verði tabú og að hömlur verði settar á það hvað megi segja og hvað ekki. Hættulegt sé ef mál fari í þann farveg. „Fólk hættir ekkert að tala um aðrar hliðar en það verður jaðarsett við það. Sú umræða færist í skuggann og til verður hópur fólks sem fær engin utanaðkomandi rök inn í sína búbblu,“ segir Halldóra. Af þeim sökum sé hún ekki hlynnt því að bólusetningar verði gerðar að einhvers konar skyldu. „Ég er sammála sóttvarnalækni um að slíkt gæti haft öfug áhrif. Hluti sem þessa ber að tækla með fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. 7. mars 2019 17:34
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda