Aðalfundur Icelandair samþykkti að greiða ekki arð til hluthafa félagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 18:01 Síðasta rekstrarár reyndist flugfélaginu Icelandair erfitt. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira