Hélt að eiginmaðurinn væri að halda framhjá og drekkti dóttur sinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 08:26 Bethan Colebourn var þriggja ára þegar hún lést. Mynd/lögreglan í Hampshire Bresk kona, sem er ákærð fyrir að hafa drekkt þriggja ára dóttur sinni í baðkari árið 2017, hélt að eiginmaður sinn og faðir barnsins ætti í ástarsambandi við samstarfskonu sína. Þetta kom fram við meðferð máls gegn konunni í Hampshire í suðurhluta Bretlands. Konan, hin 36 ára Claire Colebourn, neitar sök í málinu. Hún er sögð hafa reynt að fremja sjálfsvíg eftir að hún drekkti dóttur sinni, Bethan, á heimili hjónanna í breska bænum Fordingbridge. Claire leitaði jafnframt að upplýsingum um drukknun og kirkjugarða á netinu í aðdraganda morðsins. Þá er haft eftir lögmanni ákæruvaldsins, Kerry Maylin, að Colebourn-hjónin hafi verið saman í sextán ár en samband þeirra hafi versnað eftir að dóttir þeirra fæddist. Þá hafi Claire þróað með sér ranghugmyndir um að eiginmaður sinn, Michael, væri að halda fram hjá sér með konu sem starfaði með honum. Michael var jafnframt fluttur út af heimilinu þegar Claire myrti dóttur þeirra. Einnig er greint frá því að Claire hafi sent lögreglu bréf þar sem hún rakti vandræði í sambandi sínu og eiginmannsins. Þá sendi hún móður sinni einnig bréf þar sem hún sagðist elska hana og bað jafnframt um að vera jörðuð við hlið dóttur sinnar. Talið er líklegt að Claire hafi þegar verið búin að drekkja dóttur sinni áður en hún ritaði bréfin. Bretland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Bresk kona, sem er ákærð fyrir að hafa drekkt þriggja ára dóttur sinni í baðkari árið 2017, hélt að eiginmaður sinn og faðir barnsins ætti í ástarsambandi við samstarfskonu sína. Þetta kom fram við meðferð máls gegn konunni í Hampshire í suðurhluta Bretlands. Konan, hin 36 ára Claire Colebourn, neitar sök í málinu. Hún er sögð hafa reynt að fremja sjálfsvíg eftir að hún drekkti dóttur sinni, Bethan, á heimili hjónanna í breska bænum Fordingbridge. Claire leitaði jafnframt að upplýsingum um drukknun og kirkjugarða á netinu í aðdraganda morðsins. Þá er haft eftir lögmanni ákæruvaldsins, Kerry Maylin, að Colebourn-hjónin hafi verið saman í sextán ár en samband þeirra hafi versnað eftir að dóttir þeirra fæddist. Þá hafi Claire þróað með sér ranghugmyndir um að eiginmaður sinn, Michael, væri að halda fram hjá sér með konu sem starfaði með honum. Michael var jafnframt fluttur út af heimilinu þegar Claire myrti dóttur þeirra. Einnig er greint frá því að Claire hafi sent lögreglu bréf þar sem hún rakti vandræði í sambandi sínu og eiginmannsins. Þá sendi hún móður sinni einnig bréf þar sem hún sagðist elska hana og bað jafnframt um að vera jörðuð við hlið dóttur sinnar. Talið er líklegt að Claire hafi þegar verið búin að drekkja dóttur sinni áður en hún ritaði bréfin.
Bretland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira