Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Sjóflugvél Arngríms Jóhannssonar illa farin eftir brotlendinguna í Barkárdal í ágúst 2015. „Guð einn veit hvenær þessi þolraun verður yfirstaðin,“ segir Roslyn Wagstaff, ekkja flugmannsins Grants Wagstaff, sem lést hér á landi fyrir um þremur og hálfu ári. Grant hafði verið ráðinn til að ferja sjóflugvél fyrir Arngrím Jóhannsson frá Íslandi til Bandaríkjanna. Arngrímur brotlenti vélinni í Barkárdal inn af Eyjafirði eftir að mennirnir tveir lögðu upp frá Akureyri 9. ágúst 2015 með stefnu á Keflavíkurflugvöll.Sjá einnig: Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt„Grant lést í hörmulegu flugslysi, sitjandi í farþegasæti og átti enga sök þar á. Hann átti fjölskyldu í Kanada sem elskaði hann mjög mikið,“ segir Roslyn sem er ósátt við hvernig eftirmál flugslyssins hafa þróast.Roslyn Wagstaff.„Fjölskyldan hans þurfti að bíða í meira en þrjú ár þar til lokið var við allar rannsóknir og skýrslur áður en félagið sem tryggði flugvélina tók ákvörðun um hvort það myndi eða myndi ekki greiða bætur vegna andlátsins. Fyrir jólin kom ákvörðunin og hún var NEI,“ segir Roslyn. Ekkja Grants rekur að á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa hafi hann verið skilgreindur sem „Pilot Not Flying“ eða „flugmaður sem ekki var að fljúga“ og á því hafi Sjóvá byggt þá ákvörðun sína að hafna því að greiða bætur fyrir Grant. Samkvæmt skilmálum tryggingaskírteinis sem Arngrímur hafði keypt var hann einn tryggður sem flugmaður umræddrar vélar og svo farþegar ef einhverjir voru. Vélin sjálf var svo einnig tryggð. „Var enginn ábyrgur fyrir því að líf þeirra sem voru um borð væru rétt tryggð?“ spyr Roslyn. „Það hlýtur að vera að annaðhvort tryggingatakinn eða tryggjandinn hafi átt að tryggja að þetta væri forgangsmál þegar trygging var keypt. Ég býst við að sá sem keypti trygginguna andi nú léttar yfir því að eign hans var tryggð og hann því fengið bætur – sem er miklu mikilvægara en mannslíf.“ Þá segist Roslyn undrast hvers vegna saksóknari og lögregla neiti að enduropna málið. „Skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa sýnir skýrt að flugmaðurinn gerði mörg alvarleg mistök sem endaði með því að það tapaðist mannslíf – líf sem var fjölskyldu hans afar dýrmætt,“ segir hún. Roslyn íhugar nú að reka dómsmál hérlendis til að ná fram rétti sínum. „Það lítur út fyrir að við höfum engin önnur ráð til að fara lengra með málið en að grípa til lagalegra úrræða til að ná fram réttlæti fyrir Grant. Þetta er sannarlega sársaukafullt og tekur gríðarlega á fyrir okkur. Hvenær getum við haldið áfram sem fjölskylda, hvenær getum við byrjað að verða heil aftur?“ spyr hún. Berglind Glóð Garðarsdóttir hjá lögmannsstofunni Opus hefur annast mál Roslyn á Íslandi. „Það er næst á dagskrá að taka málið fyrir dóm,“ staðfestir Berglind. Bæði sé deilt um sök í málinu og það hvort Grant Wagstaff hafi fallið undir skilgreiningu farþega eða ekki. Berglind kveðst algerlega ósammála því að Grant hafi verið flugmaður en ekki farþegi í fluginu örlagaríka. „Þótt þú sért farþegi í bíl og sért atvinnubílstjóri eða ert farþegi í flugvél og ert lærður flugmaður þá gerir það þig ekki ábyrgan sem slíkan,“ undirstrikar hún. Grant lét eftir sig þrjú uppkomin börn. Dóttirin Sarah Wagstaff kveður þau systkinin ekki taka þátt í málarekstrinum og gagnrýnir vinnubrögð Opus. Hún gagnrýnir einnig rannsóknarnefnd flugslysa og Sjóvá. „Ég vil að þessi saga sé sögð svo almenningur heyri því þetta er ekki réttlæti,“ segir Sarah sem er í helgarviðtali Fréttablaðsins á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Lögreglumál Tryggingar Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt "Ég fæ oft "flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti.“ 3. mars 2017 11:44 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
„Guð einn veit hvenær þessi þolraun verður yfirstaðin,“ segir Roslyn Wagstaff, ekkja flugmannsins Grants Wagstaff, sem lést hér á landi fyrir um þremur og hálfu ári. Grant hafði verið ráðinn til að ferja sjóflugvél fyrir Arngrím Jóhannsson frá Íslandi til Bandaríkjanna. Arngrímur brotlenti vélinni í Barkárdal inn af Eyjafirði eftir að mennirnir tveir lögðu upp frá Akureyri 9. ágúst 2015 með stefnu á Keflavíkurflugvöll.Sjá einnig: Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt„Grant lést í hörmulegu flugslysi, sitjandi í farþegasæti og átti enga sök þar á. Hann átti fjölskyldu í Kanada sem elskaði hann mjög mikið,“ segir Roslyn sem er ósátt við hvernig eftirmál flugslyssins hafa þróast.Roslyn Wagstaff.„Fjölskyldan hans þurfti að bíða í meira en þrjú ár þar til lokið var við allar rannsóknir og skýrslur áður en félagið sem tryggði flugvélina tók ákvörðun um hvort það myndi eða myndi ekki greiða bætur vegna andlátsins. Fyrir jólin kom ákvörðunin og hún var NEI,“ segir Roslyn. Ekkja Grants rekur að á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa hafi hann verið skilgreindur sem „Pilot Not Flying“ eða „flugmaður sem ekki var að fljúga“ og á því hafi Sjóvá byggt þá ákvörðun sína að hafna því að greiða bætur fyrir Grant. Samkvæmt skilmálum tryggingaskírteinis sem Arngrímur hafði keypt var hann einn tryggður sem flugmaður umræddrar vélar og svo farþegar ef einhverjir voru. Vélin sjálf var svo einnig tryggð. „Var enginn ábyrgur fyrir því að líf þeirra sem voru um borð væru rétt tryggð?“ spyr Roslyn. „Það hlýtur að vera að annaðhvort tryggingatakinn eða tryggjandinn hafi átt að tryggja að þetta væri forgangsmál þegar trygging var keypt. Ég býst við að sá sem keypti trygginguna andi nú léttar yfir því að eign hans var tryggð og hann því fengið bætur – sem er miklu mikilvægara en mannslíf.“ Þá segist Roslyn undrast hvers vegna saksóknari og lögregla neiti að enduropna málið. „Skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa sýnir skýrt að flugmaðurinn gerði mörg alvarleg mistök sem endaði með því að það tapaðist mannslíf – líf sem var fjölskyldu hans afar dýrmætt,“ segir hún. Roslyn íhugar nú að reka dómsmál hérlendis til að ná fram rétti sínum. „Það lítur út fyrir að við höfum engin önnur ráð til að fara lengra með málið en að grípa til lagalegra úrræða til að ná fram réttlæti fyrir Grant. Þetta er sannarlega sársaukafullt og tekur gríðarlega á fyrir okkur. Hvenær getum við haldið áfram sem fjölskylda, hvenær getum við byrjað að verða heil aftur?“ spyr hún. Berglind Glóð Garðarsdóttir hjá lögmannsstofunni Opus hefur annast mál Roslyn á Íslandi. „Það er næst á dagskrá að taka málið fyrir dóm,“ staðfestir Berglind. Bæði sé deilt um sök í málinu og það hvort Grant Wagstaff hafi fallið undir skilgreiningu farþega eða ekki. Berglind kveðst algerlega ósammála því að Grant hafi verið flugmaður en ekki farþegi í fluginu örlagaríka. „Þótt þú sért farþegi í bíl og sért atvinnubílstjóri eða ert farþegi í flugvél og ert lærður flugmaður þá gerir það þig ekki ábyrgan sem slíkan,“ undirstrikar hún. Grant lét eftir sig þrjú uppkomin börn. Dóttirin Sarah Wagstaff kveður þau systkinin ekki taka þátt í málarekstrinum og gagnrýnir vinnubrögð Opus. Hún gagnrýnir einnig rannsóknarnefnd flugslysa og Sjóvá. „Ég vil að þessi saga sé sögð svo almenningur heyri því þetta er ekki réttlæti,“ segir Sarah sem er í helgarviðtali Fréttablaðsins á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Lögreglumál Tryggingar Tengdar fréttir Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37 Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11 Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt "Ég fæ oft "flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti.“ 3. mars 2017 11:44 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. 9. ágúst 2015 22:37
Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn. 9. ágúst 2015 21:11
Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt "Ég fæ oft "flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti.“ 3. mars 2017 11:44