Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 09:51 Frá fundarsal mannréttindaráðsins í Genf í Sviss. Vísir/EPA Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Fastafulltrúi Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna flutti sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu á fundi þess í dag. Fordæmdu ríkin morðið á Jamal Khashoggi og hvatti stjórnvöld í Ríad til að sleppa mannréttindabaráttufólki sem hefur verið handtekið í landinu undanfarið. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, las upp yfirlýsinguna þegar ráðið ræddi um skýrslu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna á ellefta tímanum í dag. Lýsti hann verulegum áhyggjum ríkjanna af gerræðislegum handtökum og varðhaldi á baráttufólki fyrir mannréttindum, ekki síst kvennréttindasinnum. Hvatti hann sádiarabísk stjórnvöld til að sleppa öllum sem þau hefðu í haldi. Lýsti hann einnig sérstökum áhyggjum af því að Sádar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga til að bæla niður andóf í landinu. Fordæmdi hann morðið á Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninum, sem Sádar viðurkenna að hafi verið drepinn á ræðisskrifstofu þeirra í Tyrklandi í október. Dauði hans væri tilefni til að minnast mikilvægi þess að verja blaðamenn og tjáningarfrelsi í heiminum. Hvatti hann Sáda til þess að veita allar upplýsingar um morðið til þeirra sem rannsaka það, þar á meðal sérstökum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Þeir seku verða að vera dregnir til ábyrgðar,“ sagði Harald. Krafði fulltrúi Íslands Sáda einnig um að grípa til aðgerða til að tryggja að allir, bæði mannréttindabaráttufólk og blaðamenn, gætu neytt frelsis síns til tjáningar án ótta við refsiaðgerðir. Auk Íslands stóðu Ástralía, Austurríki, Belgía, Búlgaría, Kanada, Króatía, Tékkland, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland, Holland, Nýja-Sjáland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakí, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland að yfirlýsingunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53