Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FBL/Ernir Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira