Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 19:13 Frá Reyðarfirði. Vísir „Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06