Kveðjur frá Degi og borgarmeirihlutanum til úthverfanna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:47 Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hugtakið nærþjónustu þekkja nú orðið flestir borgarbúar, en það er ein þeirra fjaðra sem Samfylkingin í Reykjavík og undirsátar hennar í borgarstjórn hafa skreytt sig með undanfarin ár. Þannig var hugtakið að finna í samstarfssáttmála meirihlutans frá árinu 2014, en sá meirihluti fékk að upplifa líf eftir dauðann fyrir tilstilli Viðreisnar á síðasta ári. Nærþjónusta var þó ekki það fyrsta sem kom upp í hugann nú í vikunni þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar kynntu hugmyndir um skerta grunnþjónustu í Grafarvogi. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs boðuðu foreldra grunnskóla í norðanverðum Grafarvogi til opinna foreldrafunda um framtíð skóla- og frístundastarfs á svæðinu. Kjörnir fulltrúar minnihlutaflokka í skóla- og frístundaráði heyrðu fyrst af fundunum frá foreldrum barna í Grafarvogi og fengu litlar upplýsingar þegar þeir gengu á starfsmennina um fundarefnið. Á fundi sem starfsmennirnir héldu í Kelduskóla-Vík kynntu þeir áform um stórtækar breytingar á skólastarfi í Grafarvogi. Breytingarnar fela það í sér að Kelduskóli-Korpu verði lagður niður og starfsemi Kelduskóla-Vík verði sameinuð Vættaskóla-Engjum og Vættaskóla-Borgum. Óhætt er að segja að kynningin hafi lagst illa í foreldra og íbúa sem fjölmenntu á fundinn, en nýlega var ráðist í sameiningaraðgerðir í skólum í Grafarvogi. Íbúum eru þær enn í fersku minni – ekki síst þau loforð sem ekki var staðið við af hálfu borgarinnar. Gera má fjölmargar athugasemdir við illa ígrundaða og undirbúna kynningu Reykjavíkurborgar á þessum fundi. Meðal annars var þar ekki tekið tillit til fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu, sem þó verður að teljast lykilforsenda við slík áform. Starfsmennirnir sögðust hreinlega ekki hafa haft slíkar upplýsingar undir höndum. Í endurnýjuðum samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík, fyrir kjörtímabilið 2018-2022, eru mörg falleg hugtök, eins og t.d. sjálfbær hverfi. Í sáttmálanum er lögð áhersla á léttari umferð og breyttar ferðavenjur. Í kafla sáttmálans um þjónustu við borgarbúa er ljóst að nærumhverfið er meirihlutanum mikilvægt. Þar er fjallað um fjölbreytt atvinnulíf „í öllum hverfum borgarinnar“ og „endurlífg[un] hverfiskjarna“. Virkilega fallegar hugmyndir. Hvernig skyldu þessar hugmyndir endurnýjaða meirihlutans ríma við hugmyndir um enn frekari sameiningu grunnskóla í 112? Hvernig fer með sjálfbærni Staðahverfis og ferðavenjur íbúa þar þegar ljóst verður að börnin þar geta ekki lengur labbað í skólann? Það skyldi þó ekki vera að þessi krúttlegu hugtök séu aðeins hugsuð fyrir vesturhluta borgarinnar? Að aðeins sé stefnt að því að vesturhluti borgarinnar verði sjálfbær og með blómstrandi hverfiskjarna? Við í Grafarvogi, sem höfum fylgst með borgaryfirvöldum breyta okkar hverfiskjörnum í íbúðir hljótum að spyrja okkur. Þeir Grafarvogsbúar sem keyra aukaferðir á degi hverjum vegna sameininga grunnskóla í hverfinu hljóta einnig að velta því fyrir sér. Kjörnir fulltrúar meirihlutans létu ekki sjá sig á kynningarfundunum og fólu starfsmönnum sínum að taka við skömmunum. Þeir munu síðan fæstir verða varir við afleiðingar gjörða sinna. Þeir búa enda allir utan einn í (bráðum) sjálfbærum vesturhluta borgarinnar.Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun