Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Kampýlóbakter sem kemur til landsins í kjöti deyr ef kjötið er eldað í gegn. Fréttablaðið/Hari Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30