Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Sveinn Arnarsson skrifar 6. mars 2019 06:30 Viðbúnaður er á Landspítala vegna mislingasmita sem staðfest hafa verið undanfarna daga. Fréttablaðið/Heiða Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga eftir að erlendur smitberi sat í vél Icelandair til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn og áfram til Egilsstaða degi seinna. Er þetta mesti fjöldi tilfella smita síðan árið 1977. Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum en yfirlæknir bráðadeildar telur plássleysi geta valdið erfiðleikum smitist fleiri af mislingum. Mislingar eru bráðsmitandi og greindust síðast árið 2017 í barni sem hafði dvalið erlendis lengi. Á árunum 1998 til 2017 höfðu aðeins þrjú tilfelli komið upp. Því eru fjögur staðfest tilvik nokkuð mikið stökk frá því sem við höfum þekkt hér á landi vegna útbreiddrar bólusetningar fyrir mislingum í íslensku heilbrigðiskerfi. „Boðað var til neyðarfundar með sóttvarnalækni vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna vegna mislingasmita sem hafa verið staðfest. Sóttvarnalæknir stýrir ákveðnum aðgerðum til að bregðast við og varna frekari útbreiðslu,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans. „Ung börn að átján mánaða aldri auk þeirra sem ekki hafa verið bólusettir eru útsett fyrir þessari veirusýkingu. Við getum vel tekist á við svona mál en svo gæti farið að plássleysi valdi okkur einhverjum erfiðleikum ef margir smitast.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir unnið að því að lágmarka líkur á því að mislingar geti breiðst út til fleiri. „Nú er unnið eftir ákveðnu verklagi en eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að lítill faraldur sé í vændum. Það gerist hins vegar að smitberi kemur til landsins sem sýnir okkur bæði hversu smitandi mislingar eru og hversu mikilvægt sé að sem flestir séu bólusettir fyrir mislingum,“ segir Þórólfur. Annað barnanna, sem greind hafa verið með mislingasmit, var á ungbarnaleikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Þeim börnum sem hafa verið á þessum leikskóla, og eru óbólusett vegna aldurs eða annara ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í eins litlu samneyti og hægt er við annað fólk í rúmar tvær vikur. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar kemur fram að smitberar hafi farið víða um Austurland og séu starfsmenn í vinnu við að finna það fólk sem gæti hafa smitast af þeim. „Nú hafa einstaklingar sem voru í framangreindum vélum veikst og staðfest er að um mislinga er að ræða. Á þeim tíma sem þeir teljast smitandi fóru þeir nokkuð víða innan Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi og aðrir starfsmenn HSA vinna að því að finna þá sem helst má reikna með að hafi orðið útsettir fyrir smiti og ná sambandi við þá,“ segir í tilkynningu. Hafa ber í huga að þau börn sem hafa nú smitast af mislingum smitast ekki vegna vanrækslu foreldra og tregðu þeirra til að bólusetja börn sín. Þau eru einfaldlega of ung til að fá bólusetningu við mislingum sem gerist við átján mánaða aldur hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Fjórir smitaðir af mislingum: „Alvarlegasta staðan í áratugi“ Tveir fullorðnir og fjögur börn smituðust af mislingum í innanlandsflugi í febrúar síðastliðnum. 5. mars 2019 23:33