Jóhann Þór Ólafsson hættir sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild karla þegar tímabilinu líkur. Þetta tilkynnti félagið nú í kvöld.
Jóhann hefur þjálfað Grindavík síðustu fjögur ár og segir í tilkynningunni að hann hafi ákveðið að taka sér frí frá þjálfun. Hann kom Grindavík í úrslitaeinvígið í Domino's deildinni árið 2017 þar sem liðið tapaði fyrir KR.
„Um leið og við þökkum Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins viljum við árétta að það er stefna allra sem að liðinu koma að klára þetta tímabil með sæmd,“ sagði í tilkynningunni.
Grindavík er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni, er með 16 stig líkt og ÍR og Haukar í 7.- 9. sæti deildarinnar.
Jóhann hættir með Grindavík
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

