Ákærður í Noregi fyrir kynferðisbrot gegn 263 börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:44 Maðurinn kom sér m.a. í samband við drengina í gegnum samskiptaforritið Skype. Getty/ Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast. Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast.
Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19