Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 10:30 Finnur Freyr Stefánsson var gestur í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi vísir/stöð 2 sport „Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15