Leikjafræði Haukur Örn Birgisson skrifar 5. mars 2019 07:00 Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða. Þrátt fyrir afgerandi niðurstöðu hafa Samtök atvinnulífsins höfðað dómsmál fyrir Félagsdómi til að fá skorið úr um lögmæti verkfallsins. Hvað sem líður lögfræðilegri niðurstöðu málsins, þá hlýtur fyrirkomulag kosninganna að teljast áhugavert. Í kosningunum hjá Eflingu voru 7.950 félagsmenn með atkvæðisrétt. Þessir félagsmenn gegna alls konar störfum og reyndar er það svo að langflestir þeirra, eða 91%, starfa ekki við ræstingar á hótelum. Verkfallinu er hins vegar einungis ætlað að taka til þeirra 700 félagsmanna sem starfa við slíkar ræstingar. Efling ákvað að nýta sér ekki heimild í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem heimilar eingöngu þeim sem verkfallið tekur til, að kjósa um það hvort farið skuli í verkfall. Í þessum kosningum fengu allir að kjósa um það hvort lítill hluti félagsmanna færi í verkfall. Í verkfallskosningunni tóku þátt 862 félagsmenn og af þeim voru 769 sem greiddu atkvæði með verkfalli ræstingarfólksins. Það þýðir að 9,7% félagsmanna fá að senda heila starfsstétt í verkfall. Til að bæta gráu ofan á svart, þar sem kosningin var leynileg, er útilokað að vita hvort nokkur einasta manneskja sem starfar við ræstingar hafi kosið með því að fara í verkfall. Það gæti meira að segja verið svo að öll hafi þau kosið gegn verkfalli! En í krafti „meirihlutakosningar“ verður fámennur hópur sendur út á vígvöllinn, í von um að vinnustöðvun hans dugi til þess að knýja fram kjarabætur fyrir alla hina, sem koma ekki nálægt ræstingum á sínum vinnustað.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun