Átta starfsmenn borgarinnar verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum á síðustu 12 mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. mars 2019 18:30 Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir.
Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira