BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2019 12:49 Michael Jackson hefur áður verið sakaður um kynferðisbrot gegn börnum. Getty Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC og norska ríkisútvarpið NRK hafa bæði ákveðið að hætta að spila tónlist Michael Jackson á útvarpsstöðvum þess, í það minnsta tímabundið. Er ástæðan rakin til nýrra upplýsinga sem fram koma í heimildarmyndinni Leaving Neverland, sem frumsýnd verður síðar í vikunni, þar sem tónlistarmaðurinn er sakaður um gróf kynferðisbrot gegn börnum.Telegraph segir að ákvörðun BBC um að hætta spila lög Jackson á útvarpsstöðinni Radio 2 hafi verið tekin í síðustu viku. Síðasta lag Jackson sem spilað var á stöðinni var lagið Rock with You frá árinu 1979 sem spilað var 23. febrúar síðastliðinn. Á vefsíðu NRK segir að lög Michael Jackson verði ekki spiluð á útvarpsstöðvum þess í tvær vikur frá og með föstudeginum 8. mars. Knut Henrik Ytre-Arne, tónlistarstjóri NRK, segir Jackson hafa mikla þýðingu fyrir stóran áhorfendahóp. Erfitt sé að segja til um það nú hvort að NRK hætti alfarið að spila tónlist hans, en að tekið verði tillit til viðbragða almennings eftir frumsýningu á Leaving Neverland.Skjáskot af forsíðu NRK.Í heimildarmyndinni, sem er í tveimur hlutum, segja þeir James Safechuck og Wade Robson frá því að þeir hafi verið kynferðislega misnotaðir af Jackson um margra ára skeið. Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri Rásar 2, segir í samtali við Vísi að sú umræða hvort að hætta eigi spilun laga Michael Jackson hafi ekki verið tekin innan veggja RÚV. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður hjá Sýn sem rekur útvarpsstöðvarnar Bylgjuna, FM957 og X-ið, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort til standi að hætta að spila lög Michael Jackson á útvarpsstöðvum fyrirtækisins. Grannt sé þó fylgst með málinu.Að neðan má sjá stikluna fyrir heimildarmyndina Leaving Neverland.Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30