Flækjast fyrir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. mars 2019 08:00 Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar